Klappahraun 9A, Mývatnssveit.
Nýbygging - Fjögurra herbergja 116,9m
2 raðhúsaíbúð á einni hæð.
Íbúðin skiptist í: þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús, forstofu, geymslu, þvottahús með inngangshurð.
Skilalýsing:Húsið er timburhús á steyptum sökklum, kraftsperrur í þaki. Húsið verður klætt með litaðri báruálklæðningu í lit 7016. Ólitað aluzink á þaki, gráar álrennur, slétt grátt ál framan á þakkanti og bandsöguð klæðning máluð hvít neðan í kanti. Gluggar verða gráir timbur/ál með tvöföldu gleri, hurðir úr sama, allt frá Byko eða sambærilegt. Lóð jöfnuð og þökulögð, mulningur í bílastæði. Ruslaskýli á lóð.
Að innan verður húsið klætt með gipsi utan á 12 mm spónaplötur eða osb. Loftaþiljur frá Byko, hvítar ásamt loftlistum, Gólfhitalagnir verða ísteyptar í gólfplötu, handklæðaofn á wc. Loftskiptikerfi verður í húsinu frá Íshúsinu með útsog úr rakarýmum og innöndun í önnur rými. Innréttingar verða frá HTH, eldhúsinnrétting, innrétting í þvottarhús og á wc. Hvítar innihurðir frá Birgisson með stál húnum.
Gólf á baðherbergi og þvottarhúsi verða flísalögð með 60x60 flísum og 2 veggir við sturtu á baðherbergi. Quick Step parket á gólfum frá Harðviðarvali.
Öll hreinlætistæki frá HansGrohe eða sambærilegt, innbyggð klósett og sturtutæki, krómuð tæki.
Tæki í eldhúsi verða frá Electrolux eða sambærilegt, bakaraofn, 60 cm helluborð og innbyggð uppþvottarvél.
Annað:- Húsið verður málað einum lit að vali kaupenda að innan. Innbyggð ljós frágengin ásamt útiljósum í þakkanti.
- Nánari lýsing.
- Gólfhiti í öllu gólfum.
- Loftskipti kerfi.
- Varmaskiptir á neysluvatni.
- Innfeld lýsing.
- Húsið er nánast viðhals frítt að utan.
- Eignin er í einkasölu.
Kaupandi greiður skipulagsgjald þegar það verður lagt á, 0,3% af brunabótamati eignar.
Allar upplýsingar
Friðrik Sigþórsson sími 694-4220 - [email protected]
Svala Jónsdóttir sími 663-5260 – [email protected]