Huldugil 70, Fallegt og vel staðsett, Einbýlishús fjögurra herbergja 197,0m
2 á einni hæð með innbyggðum bílskúr, ásamt rými fyrir ofan sjónvarpshol sem hefur verið innréttað sem herbergi, húsið stendur á fallegum útsýnisstað í Giljahverfinu.
Forstofa er flísalögð með stórum fataskáp.
Komið er inn á rúmgott alrými og þar er stofa/borðstofa, sjónvarpshol og eldhús.
Eldhús með spónlagðri og sprautlakkaðri innréttingu. Flísar á milli skápa, góður borðkrókur.
Nýlegt span helluborð og bakaraofn, innbyggður ísskápur.
Stofa/borðstofa mjög björt og rúmgóð með fallegum gluggum, hurð út á sólpall.
Sjónnvarpshol rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi, stórum fataskáp.
Svefnherbergi með parketi á gólfi, og fataskáp.
Svefnherbergi með parketi á gólfi, fataskáp og skrifborði með skápum.
Baðherbergi rúmgóð ljós innrétting, flísar á gólfi og veggjum, baðkar, sturta og upphengt salerni. Tveir stórir gluggar.
Baðherbergi sprautulökkuð innréting, flísar á gókfi og veggjum, sturta.
Herbergi á efri hæð, timburstigi er upp á rúmgott loft sem er með tveimur þakgluggum og parketi á gólfi, nýtist sem herbergi. Geymslurými er innaf.
Þvottahús er inn af forstofu með skápum.
Bílskúr er flísalagður, gott skápapláss, innrétting og geymsla sem er jafnstór bílskúr er undir bílskúr.
Garður/Sópallur fallegur garður og sólpallur er mjög skemmtilegur úr timbri.
.
- Fallegt útsýni.
- Góð timburverönd.
- Gegnheilt parket.
- Tengi fyrir rafbíl.
- Stéttir og bílaplan steypt. Hitalagnir undir hluta.
- Falleg lóð og pallur.
- Skemmtilegt hús á einni hæð.
- Húsið er í einkasölu.