Hótel dalvík 18, 620 Dalvík
420.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
39 herb.
1314 m2
420.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
39
Baðherbergi
30
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
589.900.000
Fasteignamat
164.140.000

Hótel Dalvík er í hjarta Dalvíkur.
 
Hótel Dalvík er miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík og er notalegt hótel í afslappandi umhverfi á Norðurlandi í námundan við heimskautsbauginn. Frá Hótelinu er gott útsýni yfir Tröllaskaga.
Hótel Dalvík býður upp á herbergi með bæði sér- og sameiginlegu baðherbergi. Á Hótelinu eru 25 herbergi 2 - 3 manna með sérbaðherbergi – 2 herbergi 2 manna með sameiginlegu baðherbergi  – Svefnsalur með 6 rúmum með sameiginlegu baðherbergi -  1 herbergi fyrir fjóra með sameiginlegu baðherbergi - 6 herbergi 4-6 manna með sameiginlegum baðherbergjum (4 góðar sturtur og 4 wc) ásamt aðgangi að setustofu með sjónvarpi og Apple TV -  2 bústaðir og 1 Deluxe herbergi. Alls bíður Hótelið uppá 114 uppábúin rúm til útleigu. Öll herbergin eru með ókeypis þráðlausu interneti og ókeypis bílastæðum.  Í gestamóttökunni er bar og setustofa með sjónvarpi. Morgunverður er í boði í morgunverðarsalnum. Sameiginleg aðstaða er meðal annars garður og sólpallur með borðum og stólum.
Stóri morgunverðarsalurinn er tilvalinn fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði.
Hótel Dalvík er við Eyjafjörð og er allt á Dalvík í göngufæri frá Hótelinu. Það er aðeins þriggja mínútna ganga að ströndinni, örstutt í sundlaugina á Dalvík og 30 mínútna akstur til  Akureyrar.  Golfvöllurinn  –  Arnarholtsvöllur  –  er í 7 km fjarlægð frá Hótelinu og er staðsettur í hinum fallega Svarfaðardal.


Það er margt sem hægt er að gera á Dalvík og nágrenni. Þar er tilvalið að fara í gönguferðir, hestaferðir, skíðaferðir, hvalaskoðun eða bara slaka á í sundlauginni á Dalvík eða í heitum pottum á Hauganesi. Við getum líka aðstoðað við að útvega leiðsögumenn ef þú vilt fara á fjallahjól, í gönguferð eða bara fara í skoðunarferð um bæinn. Fuglaskoðun er líka mjög vinsæl hér á Dalvíkursvæðinu og örstutt frá hótelinu er vel þekkt fuglafriðland. Hægt er að fara í hvalaskoðunarferðir og sjóstangveiðiferðir frá tveimur stöðum á Dalvík. Ferjan til Grimseyjar fer þaðan 6 daga vikunnar á sumrin og 3 sinnum í viku yfir vetrartímann.
Hestaferð : Leiðin liggur um fallega náttúru Svarfaðardals. Þessi hestaferð tekur þig með í ferð meðfram árbökkunum í dalnum þar sem mikið fuglalíf er á sumrin.
 
Gönguferðir : Fjöllin í kringum Dalvík eru fullkomin til gönguferða og í nágrenni Dalvíkur eru margar gönguleiðir. Hægt er að fá göngukort af Dalvíkursvæðinu í gestamóttökunni og einnig getum við boðið upp á leiðsögn um fjöllin með dags fyrirvara.
Sundlaug : Sundlaugin á Dalvík er staðsett rétt við hótelið og er opin allt árið, jarðhitavatnið sem notað er í laugina sér til þess að hitinn haldist jafn og stöðugur. Útsýnið frá sundlauginni gerir hana að einum vinsælasta staðnum til að fara í sund og hitta heimamenn í heita pottinum.
Hvalaskoðun : Hvalaskoðun frá Dalvíkursvæðinu er auðvitað einstök, Í ferðum fyrirtækjanna sem stunda hvalaskoðunarferðir frá Dalvík sjást hvalir í 99% tilfella. Þeir hvalir sem líklegastir eru til að sýna sig eru hnúfubakar, hrefnur, háhyrningar og höfrungar. Ferðirnar fara frá Dalvík og Hauganesi allt árið um kring. Í sumum ferðanna er rennt fyrir fisk með sjóstöng.
Golf : Golfvöllurinn Arnarholtsvöllur er 9 holu par 72 golfvöllur í hjarta Svarfaðardals. Golfvöllurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæðið á Dalvík. Golfvöllurinn er byggður á landi sem er vettvangur einna af frægustu þjóðsögu íslendinga.
Skíðasvæðið : Skíðasvæðið á Dalvík er staðsett rétt fyrir ofan bæinn en það er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð. Þar eru tvær skíðalyftur og hægt að leigja skíðabúnaði svo þú þarft ekki að hafa neitt með þér nema gott skap og hlý föt.
Fjallahjólreiðar : Fjöllin á tröllaskaganum eru mjög vinsæl meðal fjallahjólamanna. Brekkurnar og hæðirnar umhverfis Dalvík eru ótrúlega fjölbreyttar. Fjölbreytni leiða og slóða um Dalvík er nánast endalaus, fullkomin bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Hótelið getur hjálpað til við að útvega leiðsögumenn ef þess er óskað.
Grímsey : Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík 6 daga vikunnar á sumrin og 3 sinnum í viku yfir vetrartímann. Heimskautsbaugurinn fer í gegnum eyjuna svo það er hægt að fara yfir heimskautsbauginn. Í Grímsey er einnig hægt að fara í lundaskoðun. Grímsey er með stærsta lundastofn á Íslandi. Það er hægt að fá leiðsögn um eyjuna og það er ótrúleg upplifun.
 
Bjórheilsulind : Bjórböðin, þar sem þú baðar þig í ungum bjór, lifandi bjórger, humlum, vatni, bjórolíu og bjórsalti. Bjórinn sem notaður er í baðið er á fyrstu stigum gerjunarinnar og á því stigi hefur bjórinn mjög lágt pH sem þéttir og mýkir hársekkina og er hreinsandi fyrir hárið og húðina.
Hrísey : Ferð til Hríseyjar er einstök. Ferjan fer frá Árskógströnd sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík og það tekur um það bil 15 mínútur að sigla yfir í Eyjuna. Gönguferðir um eyjuna eru einstakar og fullkomnar fyrir fjölskyldur. Í boði er að fara í dráttarvélaferð með heimamönnum
Veiðar : Veiðar á bleikju eða sjóbirtingi er vinsæl afþreging hér á Íslandi. Í nágrenni Dalvíkur er góð veiði á og fallegt vatn þar sem hægt er að veiða bleikju og sjóbirting. Við á hótelinu getum hjálpað til við útvegun á veiðileyfi.

Friðrik Sigþórsson
Löggiltur fasteignasali S: 694-4220
Svala Jónsdóttir 
Löggiltur fasteignasali S: 663-5260

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.