FS fasteignir
Mjög björt og vel skipulögð 5 herbergja íbúð á jarðhæð í góðu þríbýlishúsi á neðri Brekkunni - stærð 133,7 m²
Eignin skiptist í forstofu, geymslu, hol, eldhús, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Forstofa er með flísum á gólfi. Lítil geymsla innaf forstofu.
Eldhús er með hvítri/beiki innréttingu með flísum á milli skápa. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og með skemmtilegum gluggum til þriggja átta og ljósu harð parketi á gólfi.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með ljósu harð parketi á gólfi. Fataskápar í tveimur og hurð út á steyptan vestur pall úr hjónaherbergi.
Gestasalerni er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, upphengdu salerni og hita í gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu við vask, upphengdu salerni, sturtu og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi.
Þvottahús/geymsla er innaf eldhúsi. Þar eru flísar á gólfi, hurð út í garð. Hiti í gólfi.
Sér geymsla í sameign.
Annað- Búið er að skipta um alla ofna og ofnalagnir.
- Búið er að endurnýja glugga og hurð út í garð úr þvottahúsi.
- Búið er að skipta um handrið við stigauppgöngu framan við hús og á svölunum.
- Steypt sameiginleg um 50 m² verönd við suðvestur hlið hússins.
- Mjög góð lóð með leiktækjum.
- Ljósleiðari.
- Sér hitaveitu- og sér rafmagnsmælir fyrir íbúðina
- Gott bílastæði.
- Eignin er í einkasölu á FS fasteignir ehf