Gránufélagsgata 20, 600 Akureyri
92.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
167 m2
92.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1915
Brunabótamat
72.430.000
Fasteignamat
85.450.000

Við Gránufélagsgötu 20 á Akureyri er til sölu  og vel skipulagt 167,7m2  einbýlishús sem hefur verið talsvert endurnýjað með þremur aðskildum íbúðum, hver með sérinngangi. Húsið býður upp á frábært fjárfestingartækifæri fyrir leigutekjur eða fjölskyldur sem vilja búa saman. Húsinu hefur verið viðhaldið reglulega og er í góðu ástandi. Mjög snyrtileg eign.

Nýjar útidyrahurðir að vestan og sunna á miðhæð verða settar í fyrir afhendingu eignar.

Allar íbúðirnar eru bjartar, Nýlega endurnýjaðar í risi og á neðstu hæð mjög vel við haldið hús og með góðri nýtingu á fermetrafjölda.

Íbúð miðhæð:
Rúmgóð íbúð með einu svefnherbergi, hægt væri að stúka af stofu og setja annað herbergi. Sérinngangur.
Skipting íbúðar:  Forstofa, herbergi, eldhús, stofa/borðstofa og baðherbergi.
Forstofa vínilparket á gólfi, fataskápur og gluggi.
Herbergi vínilparket á gólfi fataskápur.
Eldhús hvít innrétting vínilparket á gólfi, timburstigi niður á neðstu hæð.
Stofa/borðstofa sem er opið frá eldhúsi er rúmgóð og björt með fallgum gluggum og vínilparketi á gólfi.  Hurð inní forstofu sem tilheyrir risíbúð.
Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu og hornsturtu.  Gluggi er þar.

Fyrir neðan stiga úr eldhúsi er komið niður í þvottahús og er farið úr því í vinnuherbergi, Svefnherbergi, forstofu og geymslu.  Hurð inní íbúð á neðstu hæð.  ( Þetta rými tilheyrir miðhæð) 
Þvottahús er rúmgott með flísum á gólfi.
Vinnuherbergi með teppi á gólfi og glugga.
Herbergi er með harðparketi á gólfi.
Forstofa er með máluðu gólfi.
Geymsla innaf forstofu er með máluðu gólfi og glugga.

Íbúð Risi:
Rúmgóð þriggja herbergja íbúð sem öll hefur verið endurnýjuð árið 2025. Sérinngangur.  Led lýsing er þar.
Skipting íbúðar:  Forstofa, tvö svefnherbergi. Eldhús/stofa/borðstofa , tvö hol og baðherbergi.
Fostofa er með harðparketi á gólfi.
Timburstigi.
Herbergin eru tvö með harðparketi á gólfi, og fallegum gluggum.
Eldhús/stofa og borðstofa er einstaklega bjart og rúmgott með hvítri eldhúsinnréttingu með ljósum borðplötum, uppþvottavél er í innréttingu.
Hol eru við baðherbergi með risglugga og einnig fyrir framan stofu. 
Yfir risíbúð er geymsluloft sem farið er uppá um loftlúgu með fellistiga. Lítill gluggi í vestur er þar.

StúdíóÍbúð neðsta hæð.
íbúðin er með einu svefnherbergi eldunaraðstöðu og baðherbergi. Sérinngangur.
Forstofa málað gólf og tengi fyrir þvottavél og þurrkari
Herbergi er með harðparketi á gólfi.
Lítið hol með eldunaraðstöðu, harðparket á gólfi.



Annað.
• Eignin stendur á rólegum og barnvænum stað á  Akureyri.
• Stutt í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla.
• Lóðin er gróin skipt hefur verið um jarðveg sunnan við hús garðurinn er með góðri aðstöðu fyrir útiveru.
• Garðskúr sem er ca 10m2 að stærð.  
• Möguleiki á góðum leigutekjum.
• Steypt plan við inngang á miðhæð.
• Ljósleiðari.
• Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl við bílaplan.
• Þak hefur verið endurnýjað með því að skitpa um járn, pappa og kantborð og var það gert árið 2021.
• Skipt hefur verið um alla glugga á neðstu hæð og stærstan hluta í risíbúð.
• Nýr stofn vegna rafmagns er inní hús og stofn tala með töflu fyrir íbúðin á neðstu hæð, sér tafla á miðhæð og önnur fyrir risíbúð.
• Sameiginleg hitaveita.
• Lagnir undir húsi hafa verið endurnýjaðar.
• Eignin er í einkasölu á FS fasteignir.













 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.