Tungusíða 6 - Falleg og rúmgóð efri hæð 209,6m
2 í góðu húsi ásamt bílskúr með fjölbreytta mögluleika, sem í dag nýtist sem snyrtistofa. Eignin er einstaklega vel skipulögð með ljósum innréttingum og flísum á gólfum með gólfhita. Fallegir gluggar.
****. Eignin er laus til afhendingar ****
**** Eigendur skoða skipti á minni eign ****
****. Eign sem vert er að skoða****
Eignin skiptist í forstofu, stofu og eldhús í opnu rými, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasalerni, fjögur svefnherbergi, fataherbergi, sólskála, geymslu og bílskúr.
Forstofa: Flísar á gólfi og rúmgóður fataskápur, falleg útidyrahurð með gleri.
Gestasalerni: Er inn af forstofu, flísar á gólfi.
Sjónvarpshol: Er opið rými með flísum á gólfi, út frá rýminu er gengið út í sólskála, þaðan er rennihurð út á skjólgóða verönd.
Sólskáli er mjög skemmtileg tenging við sólpall og garð.
Eldhús/borðstofa: Rúmgóð Eikar innrétting. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Skemmtileg eyja með gas eldavél, vaski og skúffur í enda sem snúa að borðstofu. Steinn í borðum í eldhúsi.
Stofa er mjög björt og rúmgóð með stórum gluggum. Flísar á gólfi.
Baðherbergi flísalagt bæði gólf og veggir með ljósum flísum. Hvít innrétting. Sturtuklefi með glerjum.
Svefnherbergin eru fjögur eigninni, öll með flísum á gólfi. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með hurð út á verönd og skemmtilegt fataherbergi með glugga. Lausir fataskápar eru í tveim af barnaherbergjunum.
Geymsla með stórum glugga og flísum á gólfi. ( Gæti nýst sem fimmta svefnherbergið). Einnig er geymsluloft sem farið er uppá í þvottahúsi.
Þvottahús Þar er mjög góð eikar innrétting með miklu skápa plássi. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Inngangshurð er í þvottahús, einnig opnanlegur gluggi.
Bílskúr: Er skráður 33
m2 af heildar fermetrum eignar. Þar er eingöngu gönguhurð, nýtist sem snyrtistofa í dag.
Annað:
- Mjög skemmtileg eign sem hentar jafnt fjölskyldum og þeim sem vilja rúmgott og vel skipulagt heimili, með möguleikum til atvinnureksturs.
- Nýtt gler með sólstopp er í allri íbúðinni.
- Sólstofa sem er með rennihurðum þar sem gengið er út á skjólgóða verönd og garð.
- Loftskiptibúnaður í herbergjum og baðherbergi.
- Geymsluloft farið upp um lúgu með fellistiga í þvottahúsi.
- Miklir möguleikar í bílskúr sem í dag nýtist sem snyrtistofa, auðvelt að breyta í leigueiningu.