Mjög skemmtileg og björt þriggja til fjögurra herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýli í Giljahverfi, góðar suðursvalir, eignin er samtals 96,3 m².
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. ( Geymsla er nýtt sem þriðja svefnherbergi í dag)
Forstofa flísar á gólfi, fataskápur fallegur gluggi er á forstofu. ( Sprungur eru í rúðu á glugga þar)
Eldhús/borðstofa með dökkri innréttingu með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Stofa gluggar til austurs og suðurs og gengið út á góðar svalir til suðurs með góðu útsýni. Parket á gólfi. Opið rými mili stofu, eldhús og borðstofu. Stofa er mjög rúmgóð en þar var upphaflega gert ráð fyrir þriðja svefnherberginu en fyrri eigendur stækkuðu stofuna á kostnað eins svefnherbergis.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með ljósu parketi á gólfi og fataskápum. ( hægt að bæta við þriðja svefnherbergi í stofu)
Baðherbergi flísar á gólfi og hluta veggja. Dökk innrétting, og stór skápur á öðrum vegg, tengi fyrir þvottavél í innréttingu. Sturtuklefi, opnanlegur gluggi.
Geymsla er með parketi á gólfi og opnanlegum glugga. ( Nýttist sem herbergi hjá fyrri eiganda)
Geymsluloft er í íbúð sem er farið uppá í geymslu. Geymsluloftið er séreign íbúðar.
Annað:
- Skemmtilega hönnuð íbúð, mjög björt.
- Húsið var málað og múrviðgert að utan árið 2024.
- Parket er farið að láta á sjá, einnig innréttingar.
- Eignin er í einkasölu hjá FS fasteignir ehf.