Mjög falleg og skemmtilega skipulögð þriggja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli með lyftu. Eignin er samtals 69,8m2. en þar af er geymsla 4,7 m2 , stæði í bílageymslu fylgir. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni og svalir snúa til vesturs.
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Sér geymsla er í sameign.
Forstofa er með parket á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með parket á gólfi, grá innrétting með dökkri bekkjarplötu og hvítum flísum milli efri og neðri skápa. Innbyggð uppþvottavél og stál ísskápur fylgir og bakaraofn er í vinnuhæð.
Stofa/borpstofa er í opnu rými með eldhúsi,þar er parket á gólfi og útgengt með rennihurð út á svalir til vesturs.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parket á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og hluta af veggjum. Góð innrétting með speglaskáp í kringum vask, innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, upphengt salerni og sturtu með vængjahurðum.
Annað:
-Gólfhiti í allri íbúðinni
-Rennihurð út á verönd
-Hljóðdempandi plötur í loftum utan baðherbergis.
-Ljósleiðari
-Mynddyrasími
-Loftljós fylgja
- Eignin er í einkasölu á FS fasteignir ehf